Verðtryggingin í allri sinni "dýrð"

1. apríl var gleðidagur, lokagreiðsla skuldabréfs í Íslandsbanka (ekki gabb). Loksins laus við þetta af herðunum, eða hvað? 1. maí kemur rukkun upp á sömu upphæð og við höfum verið að greiða per mánuð. Hvaða della var þetta???? Við nánari skoðun kom í ljós að búinn var til nýr reikningur að upphæð 127.000 kr. sem heitir því skemmtilega nafni JÖFNUNARREIKNINGUR!!!!!! Þrátt fyrir að vera búinn að greiða skuldabréfið upp með vöxtum, vaxtavöxtum og vaxtavaxtavöxtum skulum við nú halda áfram greiðslum í 5 mánuði í viðbót!!!!! Uhhh, stendur ekki loka gjalddagi við síðustu greiðslu? Er þetta kerfið sem fólk kýs að viðhalda með því að kjósa áfram 4-flokka liðleskjurnar og málaliða þrýstihópa sem sitja á alþingi? Ætla þeir sem búnir eru að greiða upp sín lán að láta níðast áfram á því fólki sem er að berjast við að greiða skuldir sínar? Það er ábyrgðarleysi að styðja við svona rányrkju! Ég veit að fjármagnseigendur dansa af gleði en ætlar fólk almennt að gefa þeim áframhaldandi veiðileyfi á almenning? Ég hafna því algerlega að taka þátt í þessari vitleysu lengur! Það þarf að berjast af fullri hörku gegn gegndarlausum lymskuáróðri leigupenna þessa skríls sem telur sig geta rænt og rúið fólk inn að skinni. Fjármagnseigendur röfla ítrekað um eignarréttinn en gleyma eignarrétti almennings. 4-flokkinn burt!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband