Lögsækjum fyrrum stjórnendur Orkuveitunar!

Hvernig er það? Þurfum við almennir borgarar að sjá um það sjálf að lögsækja þá vanhæfu stjórnarmenn sem réðu ríkjum innan Orkuveitunar eða ætlar Reykjavíkurborg að sjá um það? Bara dæmi, sem kostaði okkur Reykvíkinga milljónir út um gluggann, vil ég nefna þá svívirðilegu háttsemi að leggja parkett á hráblaut gólf, vitandi að allt myndi það eyðileggjast. Allt til þess að fresta þyrfti ekki snobb samkomu opnunarinnar! Ætla menn bara að láta það refsilaust að almannafé sé sólundað á svo  grófann hátt? Á ENGINN AÐ AXLA ÁBYRGÐ, EINU SINNI ENN? Hvaða skilaboð erum við að senda framtíðar stjórnmála- og stjórnarmönnum ef þau komast upp með svo stórkostleg brot í starfi? Þau gætu eins stolið þessum fjárhæðum! Einstaklingar eru hundeltir fram í rauðan dauðann en ef þeir geta falið sig á bakvið "stjórn" eru þeir bara stikkfrí! Ef ekkert verður gert, þurfum við borgararnir að taka okkur saman og hundelta þessa kóna þar til réttlætinu hefur verið fullnægt! Kominn tími til að almenningur, greiðendur, gangi á milli bols og höfuðs á sjálfskipaðri "elítu" sem virðir hvorki lög né reglur samfélagsins!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband