Eru bændur hálfvitar?

Bændur berjast af hörku gegn því að neytendur geti fengið óheftann aðgang að evrópsku kjöti en flytja síðan sitt eigið út í stórum stíl! Hvað í andskotanum er að ykkur eiginlega? Þið eruð bölvaðir hræsnarar! Ykkur er drullusama um starfsfélaga ykkar erlendis! Eigingirnin er allt að drepa eins og fyrri daginn. Svo eigum við að borga kostnaðinn af því að komast ekki í ódýrara kjöt!! Þið eruð bara ekkert betri en rollugreyin sem þeið eruð að flytja út!
mbl.is Grillkjöt gæti orðið af skornum skammti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru bændur hálfvitar?

Já.

Jón (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 11:32

2 identicon

Bændur verða nú að sætta sig við að við fáum óheft inn matvæli erlendis frá... þeir geta ekki bæði átt kökuna og étið hana líka.

doctore (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 11:38

3 identicon

Spurningin er frekar: Ert þú hálfviti Davíð? Staðreyndin er sú að bændurnir sjálfir hafa ekkert með það að gera hvert kjötið er selt. Þeir fá ákveðinn kvóta og geta ekki framleitt meira en hann segir til um og svo sér ríkið og sláturleyfishafarnir um restina, þ.m.t. hvert það er selt.  Ekki vera faggi og hengja bakara fyrir smið (eða bónda fyrir embættismann).

Fjallgarður (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 12:51

4 identicon

M.ö.o. þá þarf að umbylta kerfinu fyrst, svo bændurnir hafi eitthvað um það að segja sjálfir hversu mikið þeir framleiða og hvert það er selt.

Fjallgarður (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 12:52

5 identicon

Bændur er flestir vel gefnir held ég, öfugt við þig. Þú ert greinilega eitthvað skertur til vitsmunanna, ef tekið er mið af skrifum þínum. Taktu þér tak og kynntu þér málefnið, áður en þú veður fram á ritvöllinn með illa ígrundaða sleggjudóma.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 13:13

6 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Gott að heyra! En þið hljótið þá að standa með starfsfélögum ykkar og mótmæla harðlega að íslenkt, niðurgreitt kjöt, skuli flutt út þeim til óskunda, er það ekki?

Davíð Þ. Löve, 10.3.2011 kl. 13:32

7 identicon

Verð á lambaketi á erlendum mörkuðum hefur hækkað talsvert að undanförnu vegna minkandi framleiðslu, meðal annars á Nýja- Sjálandi þar sem  auðmenn hafa keypt upp bújarðir í stórum stíl og bændur snúið sér að einhverju arðbærara.

Afurðastöðvarnar eru að flytja út kjöt vegna vaxandi eftirspurnar og hærra verðs. Það hefur ekkert með starfsbræður bænda erlendis að gera.

Kannski verður þú bara að kaupa innflutt, íslenskt lambakjöt í framtíðinni, þegar þú og aðrir vitgrannir sakleysingjar verða búnir að koma okkur í sæluríki andskotans (lesist:Evrópusambandið).

Verði þér að góðu.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 14:12

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gott að þú varst á vaktinni Kári. Það er skelfilegt að fylgjast með þessari umræðu um bændurna og búvöruna þar sem margir þurfa að tjá sig en vita minna um málefnið.

Árni Gunnarsson, 10.3.2011 kl. 15:32

9 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Já, einstefnan er yfirleitt eftirsótt af einokunarsinnum á meðan þeir einir njóta góðs af því. Það er kominn tími til að þið gerið ykkur grein fyrir því að þið eruð að seilast ofan í OKKAR veski! Haldið þið að þið sitjið við sama borð og Rúv eða hvað? Fáið bara skilduáskrift að OKKAR veskjum? Þá eru þið hálfvitar!!!

Davíð Þ. Löve, 10.3.2011 kl. 18:23

10 identicon

Davíð !

Þú ættir að lesa í rólegheitum, umsögn Margrétar Guðnadóttur veirufræðings, um frumvarp sem leyfði innflutning á hráu kjöti til Íslands árið 2008.

Mjög fróðleg lesning fyrir ykkur, sem viljið ekkert éta nema innflutt.

hér

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 20:51

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við erum fólk en ekki fé!

Sigurður Haraldsson, 10.3.2011 kl. 22:23

12 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Kári, í þínum sporum myndi ég ekki hafa áhyggjur af að íslenskt kjöt, svona almennt, eigi eftir að verða undir í heiðarlegri samkeppni! Til þess er það bara of gott. Það sem ég er fyrst og fremst að tala um er að fólk hafi sjálft valið. Boð og bönn, verndartollar og annað í þeim dúr, á ekki lengur við í nútímasamfélagi. Þá er kominn tími til að ég sem iðnaðarmaður heimti vernd gegn helvítis liðinu sem streymir hér inn í landið, ófaglært, og hirðir af mér vinnuna!!!! Útrýma á öllum sérhagsmuna hópum í þessu þjóðfélagi og það með öllum ráðum!! ALLIR EÐA ENGINN!!

Davíð Þ. Löve, 11.3.2011 kl. 01:49

13 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Og allt á sama tíma og bændur fá styrki frá skattgreiðendum.

Rosa flott að borga Jóni peningar svo hann geti séð mér fyrir mat á viðráðanlegu verði, en fatta svo að Jón seldi allan matinn til einhvers annars. Og þá þarf ég að kaupa mér matinn frá öðrum á hærra verði.

Þetta eru svik við þjóðina og ekkert annað.

Tómas Waagfjörð, 11.3.2011 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband