Verndað glæpafyrirtæki??

Á meðan lögregla og yfirvöld hafa áhyggjur af glæpasamtökum götunnar, lifir hvítflibbaglæpa fyrirtækið Lýsing góðu lífi undir vernd lögreglu og alþingis. Þrátt fyrir hæstaréttardóm sem kveður á um að fjármálafyrirtækjum sé bannað að reikna sér vexti frá dagsetningu ólöglegs samnings, gefa þeir skít í þann dóm og halda áfram að stela af fólki og það undir vernd yfirvalda!! Meira að segja alþingi reyndi með lagagerð að aðstoða glæpahyskið við þjófnað þennann en vaknaði síðan upp við þann "slæma" draum að hæstiréttur dæmdi þau "lög" sem brot á réttindum fólks!! Hvernig má það vera að svona fyrirtæki geti haldið áfram starfsemi sinni, óáreitt og undir allra augum án afskipta löggjafans? Gefið hefur verið fordæmi fyrir þessari hegðun og glæpagengjum götunnar bendi ég hér með á að þeir hafi samkvæmt þessu, fullann stjórnarskrárbundinn rétt á að stunda sína starfsemi óáreittir héðan í frá. Allir skulu vera jafnir gagnvart lögunum!!! Hljómar þetta eitthvað undarlega?? Allavega er óbragð í mínum kjafti! Þar sem glæpastarfsemi Lýsingar er látin viðgangast er greinilegt að dómstólar eru ómarktækir, samkvæmt aðgerðarleysi löggjafans! Lýsi ég hér með yfir að ný Sturlungaöld er hafin! "Survival of the fittest" er kjörorðið í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband