Ósvífni bænda!

Á meðan bændur berjast af hörku með hræðslu áróðri og öðrum meðulum gegn inngöngu okkar í ESB, þiggja þeir 10 milljarða úr vösum almennings. Þeir bæta síðan um betur og dirfast að tilkynna ofsahækkanir á framleiðslu sinni. Ef þetta er ekki ein allra mesta ósvífni sem fyrirfinnst veit ég ekki hvað. Að dirfast að hamra á okkur neytendum um að við höfum ekkert með það að gera að geta verslað ódýrari matvöru og hækka síðan sjálfir upp úr öllu valdi er ekkert annað en ruddaskapur af verstu gerð. Ég er enginn sérstakur fylgismaður inngöngu ESB en bara þetta eitt og sér nægir mér til að vilja losa mig undan þessum einokunarstælum endalaust. Þiggja styrki úr sömu vösum og eiga síðan að taka við brjáluðum hækkunum er bara mögulegt á Íslandi. Neytendur!!! Gerum það sama og fólk gerir á Skandinavíu! HÆTTUM AÐ VERSLA VÖRUNA! Við höfum miklu meiri völd en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Neytendur geta auðveldlega afgreitt vöru út af markaði með því að sniðganga vöruna. Sýnum samstöðu og svörum þessari rakalausu ósvífni með hörku!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helvítis marurarnir í útflutningi.. með tollavernd og fínheit hérlendis..
Er það ekki málið að fara bara í ESB.. ég ætla ekki að nota öll laun í að versla í matinn.. svelta jafnvel.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 10:22

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér skilst nú að styrkir frá ESB til bænda á evrusvæðinu séu jafnvel hærri en hér.  þ.e. til sumra ekki allra.  En það eru ekki bændur sem eru vandamálið hér heldur afæturnar sem naga allt utan af framleiðslu þeirra og hækka afurðir þeirra fram úr öllu hófi.  Bæði þeir sem vinna afurðirnar og svo ekki síður þeir sem rétta þær yfir borðið. 

Ég mun stolt kaupa áfram vörur bænda, helst vildi ég kaupa þær beint frá býli, svo bændurnir fengju almennilega greitt fyrir sína hreinu vöru.  Ekkert hormóna eða sýklakjöt frá ESB fyrir mig takk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2011 kl. 10:42

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sé að Ásthildur hefur komið skilmerkilega til skila öllu sem ég vildi sagt hafa.

Engin stétt hefur orðið að sætta sig við jafn litlar kjarabætur í gegnum árin eins og bændur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.7.2011 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband