"Svarti listinn"

Mig langar að setja hér á prent hugleiðingar mínar eftir að ég lenti á "Svarta lista" feminista. Allt hófst þetta með því að bróðir minn skrifar harðorða grein um einstæðar mæður. Þá voru grafin  upp ummæli sem höfð voru eftir mér á kommentakerfi DV fyrir dágóðum tíma síðan. Nú átti bara að slátra fjölskyldunni í einu höggi. Þar hafði ég verið að tjá mig vegna átaka starfsmanna RÚV. Þótti mér fréttin vera einsleit og til þess gerð að sakfella manninn strax. Nú vill það gerast að menn og konur lendi upp á kant við hvort annað og vill oft enda eins og ekki ætti að gerast. Fátt er eitraðra en kona í bræðiskasti! Það þekkjum við karlar sem lifað hafa tímana tvenna. Á það var ég að benda þegar ég snara fram athugasemd og tek fram að ofbeldi eigi alls ekki rétt á sér en orða síðan rest á það kjánalegann hátt að hægt er að túlka það sem afsökun honum til handa að leggja á hana hendur. Meiningin var sú að betra væri að vita hvort hann hefði ýtt við henni sem leitt hafi til meiðsla eða hvort um beina árás hafi verið að ræða. Þar er mikill munur á þó ofbeldi sem slíkt sé óafsakanlegt. Vegna hraða og flýtis fer ég ekki yfir skrifin og hendi þeim þannig frá mér og gleymi þeim. Nú er ég heldur betur að bíta úr nálinni fyrir þessa hroðvirkni mína og er orðinn einn af samnefnurum kvenhatara. Ég er nú með þokkalega sterk bein og oft mjög harðorður í skrifum mínum en það sem skrifað er inni á t.d. síðum Bland.is er skrautlegt. Mér var bent á hvað gengi þarna á af öðrum því inn á þessa forarvilpu dettur mér ekki í hug að fara. Þar var sonur minn að reyna að rökræða við einstaklinga, en honum var umsvifalaust slátrað af bitrum og fársjúkum einstaklingum. Verst er að fjölskyldan á erfitt með að þola svona rugl því hún veit alveg hvar ég stend. Eitt hef ég þó lært af þessu og það er, að eins gott sé að yfirfara það sem sent er frá sér svo þú sért ekki settur í flokk óþverra sem hrauna yfir fórnarlömb nauðgana. Þar er lágt lagst vægast sagt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband