Að sækja málið erlendis er ein besta flétta sem komið hefur fram í hrunmálinu. Þar með er búið að koma í veg fyrir að vinir, frændur og aðrir fjölskyldumeðlimir, innan dómskerfisins, komist með puttana í málið. Hvet ég hér með skilanefndir Kaupþings og Landsbanka að gera það sama. Okkar eina von um hörð og sanngjörn málalok liggur í þessum gjörningi. Enda er magnað að sjá óttann hjá þjófunum í dag. Þeir vita sem er að í Bandaríkjunum voru svona kallar dæmdir í lífstíðar fangelsi fyrir þessa hegðun. Málaferli vegna Icesave geta verið háð í Englandi augljóslega og Kaupþings einnig eða í Luxemburg. Við getum enganvegin treyst íslensku dómskerfi. Skipan dómara hér á landi af stjórnmálamönnum kemur í veg fyrir það. Við neyðumst að sjálfsögðu að flyta mörg mál hér heima en fróðlegast verður að fylgjast með málefnum Sjóvá og meðferð bótasjóðs tryggingafélagsins. Þar er ein augljósasta tenging stjórnmálamanna við hlutaðeigandi. Það mál mun verða undir smásjá þjóðarinnar þegar þar að kemur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.