Báknið að sturlast?

Ég neita að trúa því að ríkið ætli að skattleggja fársjúkt fólk! Það er nóg komið af þessu fáránlega rugli í þessu þjóðfélagi. Þetta hyski sem þiggur laun úr ríkisjötuni, er í öruggri vinnu með góð laun, getur einfaldlega ekki sett sig í spor þeirra einstaklinga sem upplifa algjört hrun heilsufarslega og fjárhagslega. Þetta jafngildir því að sparka í liggjandi mann. Opinber sjúkratrygging er svo grátbroslega lág að fólk reynir eftir bestu getu að slá þann varnagla að missa ekki ofan af sér híbýli sín og hreinlega að verða hungurmorða. Það liggur við að maður óski þessum hugmyndasmiðum einhvers viðbjóðslegum sjúkdómi bara til að láta þessi kvikindi finna ærlega til tevatnsins. Þarna verðum við að setja mörkin.
mbl.is Gera kröfu um skatt af sjúkdómatryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr,heyr

pjakkurinn (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 20:24

2 identicon

Þessi stjórn fór yfir markið núna !

Þau verða að fara frá...einhvern vegin þarf að koma þessum násugum burtu !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 21:05

3 Smámynd: Hamarinn

Af hverju eiga þessar bætur að vera undanþegnar skatti, frekar en atvinnuleysisbætur, örorkubætur eða ellilífeyrir?

Eru þetta ekki tekjur?

Hamarinn, 19.5.2010 kl. 22:20

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Nei hamarinn þetta eru ekki tekjur. Allar tryggingabætur byggja á iðgjöldum sem fólk hefur borgað af launum sínum sem eru jú skattlögð í drep. Þannig að það er tvísköttun að skattlegja bæturnar líka.

Hreinn Sigurðsson, 19.5.2010 kl. 22:43

5 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Skattlagning örorkubóta og ellilífeyris er nú kapítuli fyrir sig. Ég er alfarið á móti skattlagningu þeirra einnig. Hvað er fólk búið að greiða oft skatta af sama peningnum? Hef ekki tölu á því.

Davíð Þ. Löve, 20.5.2010 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband