Hávaðamengun!!!!

Vona svo sannarlega að þeir banni þetta andsk. suð. Hljómar eins og milljón flugna geitungabú. Hvar eru hvatningasöngvar stuðningsmanna? Drukknaðir í þessu bölvaða suði. Afríkumenn hljóta að hafa raddir eins og annað fólk. Og annað!!!! Ég veit ekki betur en að FIFA banni að útsendingar leikja frá HM. séu truflaðar!!!! Öllum skal  tryggður óheftur aðgangur að leikjum HM. Þannig hljómaði ein reglan. Veit ekki hvort hún sé enn í gildi.Ætla að kanna þetta nánar og ef satt reynist, kæra Rúv. og Stöð 2 umsvifalaust. Stöðvar hafa verið sviftar útsendgaleyfum fyrir minna.

mbl.is Vuvuzela bannað á leikjum HM?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert vonandi að grínast? Smásál!

Ernir (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 11:30

2 identicon

Ekkert sem skyldar stöðvarnar til að sýna alla leikina athugaðu það!

Annars sé ég ekki betur en RÚV sýni alla leikina samdægurs þó þeir séu ekki allir í beinni útsendingu. Þú missir ekki af neinu þó þú sért ekki með Sýn, stöð 2 sport eða hvað þeir nú kalla þetta. Þeir eru mest megnis með einhverja aflóga leiki í riðlunum og svo ekki sögunni meir.

Þú mátt hins vegar gjarnan kæra stöð 2 fyrir formúluna, þar sem keppnin sjálf þarf að vera í opinni dagskrá, sem hún er en bara ef þú ert með afruglara! Þar er frekar pottur brotinn!

karl (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 16:44

3 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Ernir. Þú hlýtur að vera bankamaður. Þar kallast það víst smásálarháttur að sætta sig ekki við að vera rændur. Við brjótum bara "pínulítið" lög og reglur!!!

Davíð Þ. Löve, 13.6.2010 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband