Sælt veri fólkið. Það var magnað að heyra í Gylfa og Pétri Blöndal á borgarafundinum síðasta. Við verðum að sýna sanngirni sögðu þessir leppar. Hvar var sanngirni þjófafyrirtækjana þegar lánin hækkuðu um tugþúsundir króna á hverja mánaðargreiðslu? Hvar var sanngirnin þegar þjófarnir hirtu bíla og atvinnutæki af fórnarlömbum lyganna, verðmátu aftur eftir sínu höfði og seldu síðan í stórgróða? Ætla fórnarlömbin ekki að sækja þessa stórþjófa til saka? Hverjir héldu verndarhendi yfir lögbrjótunum og leyfðu þeim að komast upp með þessa svívirðilegu framkomu? Sjálfstæðismenn og Framsókn. Og núna hafa stjórnarliðar Vinstri grænna og Samfylkingar svikið fólkið sem kom þeim til valda með ómerkilegasta hætti sem sést hefur. Góðir Íslendingar, valdarán hefur verið framið og það er komið á hreint að land okkar og lýðræði hefur verið selt fjármálaöflunum og hvorki vinstri, hægri, mið eða hvað sem þeir vilja kalla sig, hafa dug né þor til að takast á við þessa nýju valdastétt sem lagt hefur undir sig land okkar og stjórnkerfi. Ef við rísum ekki upp núna af fullri hörku og segjum þessum glæpamönnum stríð á hendur, munum við áfram verða kúguð af þessum nýju valdhöfum. Hérna verðum við að setja mörkin. Það er óhugnarlegt að sjá málpípur og leigupenna þjófanna tjá sig á þessum síðum, kalla lántakendur glanna og áhættufíkla, þegar bankar RÁÐLÖGÐU fólki að taka þessi lán á sínum tíma og lánafyrirtækin buðu ekki upp á annað. Áróðurinn hellist yfir okkur. "Þetta mun setja allt á hliðina" segja þau. En áfram heldur sjálftaka launa, bónusa og lúxusbíla. Lög voru brotin, en þetta lið kýs að horfa framhjá úrskurði hæstaréttar. Og vitið þið hvað? Nú eru valdaránsmennirnir að setja ógnarþrýsting á Hæstaréttardómara og reynt er með öllum ráðum að panta dóm sem þeim hentar. Við sjáum hvert stefnir. Ef þessi öfl verða ekki stöðvuð strax, getum við hvatt lýðræðið og áfram látið vaða yfir okkur á skítugum skónum. Hættum tafarlaust að borga. Samningarnir eru ÓLÖGLEGIR. Við verðum að sameinast í að sækja þessi glæpafyrirtæki og varðhunda þeirra inni á alþingi til saka. Þjófnaður og ólöglegir samningar hljóta að kosta ábyrgðamenn þessara fyrirtækja stórsektir og fangelsisvist. Ja, nema búið sé að setja sér lög fyrir yfirstéttina? Nýtt afl í pólitíkini verður að koma fram fyrir næstu kosningar. Afl sem sem mun fórna öllu til varnar réttarríkinu og lýðveldinu Íslandi. Afl sem mun leggja sjálft sig að veði í baráttunni gegn peningaveldinu sem rænt hefur þjóðina dómskerfi sínu. Sæl að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.