Bíðum aðeins við. Eru lánafyrirtækin ekki lögbrjótar? Ef einstaklingur hefði hagað sér svona, væri þetta ekki sakamál? Hvar er umræðan um lögbrjótana og refsiákvæði við slíku? Bílum og atvinnutækjum var misskunnarlaust stolið af fólki með því að keyra niður matsverð tækjanna og selt aftur á margföldu verði. HVAR ER UMRÆÐAN um sekt þjófanna og lögreglu í þessum málum öllum? Það er algjör skylda þeirra sem lentu í þessum gjörningum að sækja þetta sem SAKAMÁL.
Vill geta lagt lögbann á gengislán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Átti nú ekki við sekt lögreglu í þessum málum heldur átti þetta að vera um aðkomu lögreglu að málunum.
Davíð Þ. Löve, 1.7.2010 kl. 14:25
Hver seldi hina gölluðu vöru (skuldabréfið) og fékk greiðsluna staðgreitt á borðið. Hver situr uppi með gallaða, ólöglega vöru eftir viðskiptin? Hvorn viltu lögsækja, kaupanda eða seljanda?
sigkja (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 14:42
Fjármálafyrirtækin lögðu þessa samninga fram er það ekki? Fjármálafyrirtækin hirtu bíla og tæki, stálu milljónum af fólki með því að fá verkstæði á þeirra vegum að falsa viðgerðanótur og verð. Sækja þá þjófa líka til saka. Þeir eru allir til á skrá.
Davíð Þ. Löve, 1.7.2010 kl. 17:44
Hvað er hægt að kalla fólk sem fær peninga að láni og borgar svo ekki? Vilt þú ekki lána mér nokkrar milljónir og fá ekki greitt? Værir þú ekki bara nokkuð sáttur við að sjá mig aka um á bílnum sem þú borgaðir? Veifa kurteislega og senda mér jólakort?
sigkja (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.