Síðan hvenær fæddist Klose í Póllandi?
Klose með augastað á markametinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann er fæddur í Póllandi, svo einfalt er það. Alveg eins og Özil er fæddur í Tyrklandi, Gomez í Brasilíu og Boateng í Gana. Khedira, Aogo, Tasci og Cacau hljóma heldur ekki mjög þýskt, eða hvað finnst þér?
Fótboltaþýskaland í dag er mjög alþjóðlegt.
Valgeir (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 09:59
Reyndar er Boateng fæddur í Berlin og Özil í Gelsenkirchen, Gomez í Riedlingen, Khedira í Stuttgart, Aogo í Karlsruhe og Tasci í Esslingen.
Það er samt rétt að Gomez og Cacau eru báðir fæddir utan Þýskalands, þó svo að fæðingarstaður Klose sé mjög nálægt landamærum þýskalands og Póllands og tilheyrir þýsktalandi svæði Póllands (Oberschlesien). Fjölskylda Klose flutti svo 8 ára til Þýskalands þarsem faðir hans er alþýskur.
Það er eitt að eiga rætur annarsstaðar og annað að vera ekki þýskur. En það er samt rétt að þýskur fótbolti svo og flestallt í þýsku mannlífi í dag sé gríðarlega alþjóðlegt, sem þjóðverjar eru almennt mjög stoltir af, þarsem það er svolítið á móti klassísku þýsku stereótýpunni sem heimurinn er ekkert voðalega hrifinn af.
Elvar Steinn (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 11:22
Meinti náttúrulega, að það væri rétt að KLOSE og Cacau séu fæddir utan Þýskalands. Gomez eins og áður sagði fæddur í Riedlingen í Þýskalandi :)
Elvar Steinn (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 11:30
Valgeir ekki drulla upp á bak. Özil er fæddur í Gelsenkircen í Þýskalandi og af tyrknesu fólki kominn. Aogo er fæddur í Karlsruhe Þýskalandi, nígerískur uppruni. Gomez er fæddur í bænum Riedlingen, Þýskalandi og á þýska móðir en spænskan föður. Boateng er svo fæddur í Berlin-Wilmersdorf, Þýskalandi og á þýska móður og föður frá Gana. Sami Khedira er fæddur í Stuttgart, Þýskalandi og á þýska móður en túnískan föður. Serdar Tasci er fæddur í vestur-Þýskalandi og á tyrkneska foreldra. Cacau er auðvitað Brasilíumaður. Podolski fæddur í Póllandi og á föður sem er hálfur þjóverji og hálfur pólverji. Piotr Trochowski er Pólverji. Marko Marin er Bósniu serbi.
Pétur Orri Gíslason, 3.7.2010 kl. 11:36
sorry að hafa drullað uppá bak... En þið vitið samt hvað ég er að meina (og allavega komu góð og gild viðbrögð!). Annars mjög sammála Elvari um hið nýja þýska og góða (!) alþjóðaþjóðfélag.
Valgeir (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.