Ákærum?

Fyrirgefið, en hverjir hafa verið ákærðir? Stærstu þjófarnir lifa í vellystingum erlendis og valsa hér um í heimsóknum eins og ekkert hafi í skorist! Flestir kúlulánþegarnir eru enn að störfum innan banka- og fjármálastofnana. Halda öllum sínum eignum og fá allt afskrifað! Lifa í lúxus innan um skilanefndir og lögfræðinga sem rænt hafa völdum í íslensku samfélagi. Milljónir í mánaðarlaun á meðan fólk lifir á bjargbrúninni.  Á ég að hlægja eða? Byrjum að brýna sveðjurnar. Mér sýnist almenningur þurfa að gerast ákæruvald, dómarar og böðlar í framtíðini. Eða ætlar fólk að láta þetta ganga svona áfram? Er að horfa á fjölskyldumeðlimi hrökklast úr landi umvörpum vegna atvinnuástands og vantrausts á aumingjunum sem endalaust rata inn á þing. Horfði upp á það sama um 1970 þegar fjöldinn allur yfirgaf þetta sker. Þ.á. m. föðir minn og hans nýju fjölskyldu. Hélt að ég þyrfti ekki að upplifa þetta aftur í minni tíð. Nú er orðið tímabært að stjórnmálamenn verði gerðir ábyrgir fyrir gjörðum sínum. Bíð í ofvæni eftir úrskurði nefndar vegna vanhæfi  í kringum hrunið. Menn verða að gera sér grein fyrir því að ef þeir ætla sér að starfa inn á alþingi eru þeir þjónar almennings en ekki flokka. Þessu virðast þeir hafa gleymt. Enda framleiddir erfðaprinsar og prinsessur til þess eins að gæta hagsmuna útvalinna fjölskyldna og klíka. Svo standa menn og neita að segja af sér þrátt fyrir risa fjárstyrki frá helstu bankaræningjum landsins. Og þriðjungur landsmanna ætlar samt sem áður að kjósa svona menn! Hvað er að???
mbl.is Von á fleiri ákærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, brýnum sveðjurnar. Ef þessir glæpamenn halda að þeir sleppi er það mikill misskilningur.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband