Ræfilsháttur RUV!

Það ætlar engan endi að taka aumingjahátturinn hjá þessari stofnun. Er ég þá ekki að tala um Spaugstofuna heldur HM. í handknattleik. Ég mun ekki sakna þeirra, því það var farið að slá verulega í þá blessaða. Voru þó hrikalega góðir í kringum hrunið og að ég held, komu í veg fyrir mun alvarlegri sálarkreppu landans á þeim dimma tíma. Hafi þeir þökk fyrir það . En að þessi stofnun hafi ekki lengur efni á því að leyfa þjóðinni að fylgjast með  landsliðinu okkar, sem er í heimsklassa, er algjört reginhneyksli. Ríkið ætlar virkilega að láta einkarekna stöð, sem leikur sér í kennitöluskiptum eftir þörfum,  hirða síðasta skartið af sér! Þessi stöð hefur skilið eftir sig skuldahala í öllum áttum, afskrifað hundruð milljóna með reikniskúnstum, en hefur efni á því að kaupa enska boltann, hirða Formúlu 1 kappaksturinn og núna HM í handknattleik??? HVERNIG ER ÞETTA MÖGULEGT??? Er ekki kominn tími á að rannsaka þetta furðufyrirbæri sem virðist allt geta keypt en skilur eftir sig fjöllin af skuldum? Ef ríkið getur ekki keppt við þennan kolkrabba er þá ekki eitthvað stórkostlega gruggugt á ferð? Eða er ríkisstofnuninni skítsama um hvort landinn fái að sjá landslið sitt keppa án þess að þurfa að greiða Jóni Ásgeiri og frú fyrir það?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband