Getur einhver útskýrt þetta orðskrípi fyrir mér? Er þetta þýtt beint úr ensku eða enn eitt orðið sem einhver "gáfumaðurinn" með stúdentsprófið býr til? Þessar beinu þýðingar hafa skemmt mér konunglega í gegnum tíðina.
Tveir risaskjálftar ollu bylgju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er japanska orðið 津波.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 11:04
Sæll Davíð,
Hafnarbylgja er íslenskst orð yfir risafljóðbylgjur sem verða vegna jarðskjálfta eða annarra náttúrhamfara. Á ensku er japanska orðið Tsunami notað. Skv. orðasafni Háskólans var þetta orð fyrst notað á prenti af Þorleifi Einarssyni jarðfræðingi í "Saga bergs og lands" sem kom út 1968.
http://is.wikipedia.org/wiki/Fl%C3%B3%C3%B0bylgja
http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=heim&h=%DEorlEinJar%F0fr
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 19.8.2010 kl. 22:05
Þessir skjálftar sýna svo ekki er um villst að vísindamenn vita ekki meira en meðal borgari oft á tíðum!
T.d spái ég hamfaragosi nú í haust á hálendinu upp frá Eyjafjallajökli gos sem á sér ekki hliðstæðu í sögu þessa lands og eru þessir skjálftar ásamt þeim sem komið hafa síðustu misserin hluti af því sem er að gerast!
Nú síðast sáust sprungur á hálendinu og telja vísindamenn að um eftirköst gossins í Gjálpn Vatnajökli sé að ræða en ég sé annað það er tengt hamfaragosinu sem er að koma hjá okkur!
Sigurður Haraldsson, 20.8.2010 kl. 00:03
Þakka svörin. En það sem ég les út úr svona orði er eins og bylgjan eigi upptök sín í höfnini sjálfri. Restin af bylgjuni skellur á ströndum. Heitir það þá strandbylgja??? Af hverju að einskorða nafn "tsunami" við hafnir? Það er spurningamerkið sem ég set við þetta.
Davíð Þ. Löve, 21.8.2010 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.