á að halda áfram að kreista almenning! Hvurslags lenska er þetta hjá yfirvaldinu að huga þá ekki betur að fjárvana heimilum með því að taka til róttækra aðgerða við að létta á lánabyrðum þeirra? Endalausar fréttir af auknu verðgildi banka og lánastofnana hellast yfir okkur en samt er ekkert gert í þeim málum. Meðan fólk horfir upp á nýju valdastéttina (lögfræðinga og skilanefndir) velta sér upp úr milljónum á mánuði og redda félögum og vinum um heilu fyrirtækin úr þrotabúum bankanna, líta "stjórnvöld" bara undan. HVAR Í FJANDANUM ERU ÞIÐ? Er peningavaldið búið að gleypa ykkur með húð og hári? Hvað í andskotanum haldið þið að við höfum verið að meina með því að koma ykkur til valda? Þið áttuð að vinna fyrir okkur, ekki þessar blóðsugur.
Athugasemdir
Yfirvöldum kemur skríllinn nákvæmlega ekkert við og hefur aldrei gert..
Óskar Arnórsson, 23.8.2010 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.