Ofboðslega fer í taugarnar á mér að þurfa að horfa á smettin á uppgjafa þingmönnum og ráðherra á lista yfir frambjóðendur til stjórnlagaþingsins! Þetta er sama tilfinningin og þú færð þegar eitthvað fíflið ætlar að troða sér framfyrir í biðröð. Þetta lið getur ekki verið til friðs. Nú á að reyna að olnboga sig inn á þennan vettvang sem fulltrúar einhvers eiginhagsmunasamtaka. Allir löngu búnir að fá nóg af viðkomandi en þau sjá það ekki sjálf. Ekki kasta atkvæðum ykkar í ginið á svona liði. Sjálfur setti ég upp kerfi sem virkaði flott. Enga stjórnmálamenn fyrrv.- eða núverandi. Sem allra fæsta lögfræðinga, hagfræðinga, viðskipta- eða hvaða fræðinga sem er. Svona fræðinga stjórnmála menning hefur tröllriðið öllu síðustu áratugi og hvar erum við stödd núna? Á steinaldarstigi í fjármála og íbúðamarkaði. Alls ekki eiginkonur milljarðamæringa eða fólk sem er frægt fyrir ekki neitt. Mín atkvæði fara eingöngu til hinna almennu vinnandi manna og kvenna sem lært hefur að ekkert kemur gefins upp í hendurnar á þér nema þú hafir fyrir því. Þetta er fólkið sem á að hafa hendur á komandi endurnýjaðri stjórnarskrá! Allir aðrir geta étið það sem úti frýs. "Fræðingarnir" eru búnir að fá sitt tækifæri. BLESS!
Athugasemdir
Já sammála á mínum lista eru engir stjórmálamenn, engir sem tengdir eru flokkum, og einungis almennir íslendingar sem ég treysti og þekki gegnum bloggið persónuleg tengsl. Vona að sem flestir útiloki stjórnmálamenn og flokkadrætti í þessari kosningu, og vona líka að sem flestir mæti á kjörstað, nú er tækifæri til að virkilega taka á spillingu og ofurvaldi fjórflokksins.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2010 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.