Að nýta ekki þetta einstaka tækifæri er hneyksli. Heimurinn fylgist með af áhuga og þetta eru skilaboðin sem íslendingar senda. Þjóðinni er ekki viðbjargandi. Vill ekki rugga bátnum því hræðslan við breytingar er öllu yfirsterkari. Að bera því við að þetta hafi verið of flókið hlýtur að segja okkur að 60% þjóðarinnar (70% á Akureyri) sé of heimsk til að hafa kosningarétt. Þetta gat ekki verið einfaldara. Skrifa niður númer á tossamiða og kópera á kjörstað. Eða var þetta bara of mikil vinna fyrir fólk. Haugaletin og aulahátturinn tröllríður þjóðinni. Því miður eru það ekki ónytjungarnir sem flytja af landi brott heldur þeir sem krefjast mannsæmandi lífs og bera sig þessvegna eftir björginni. Skammist ykkar!!
Kjörsókn á Akureyri náði ekki 30% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta er skammarlegt.
Þjóðin sem fræg er fyrir að hafa fyrst þjóða sett á stofn alþingi...
hilmar jónsson, 28.11.2010 kl. 12:49
Það getur vel verið að þessi 60% eigi að skammast sín. Ætla nú samt að vona að þessi 40% hafi ekki notað þína aðferð
Skrifa niður númer á tossamiða og kópera á kjörstað. Því það eru jú öfgarnir á hinn veginn. Þetta er heilmikil vinna. Ef maður las bara almennu kynningarnar á frambjóðendum þá voru flestir að segja það sama. Þeir vilja breyta stjórnarskránni og vilja okkur íbúum landsins allt gott.
Svo fer ég ekki ofan af því að 500 manns eru bara alltof margir. Alveg fáránleg tala í mínum huga.
Veit að mörgum óx þetta svo í augum að þeir hættu við. Við höfum ekkert leyfi til að kalla þá letingja og aula.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 28.11.2010 kl. 13:38
Ef þú greiddir atkvæði í þessum kosningum, þá studdir þú í verki brot á núverandi stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins, þar sem að fjölmörgum landsmönnum var ekki gefin kostur á að nýta lögbundinn kosningarétt sinn, t.a.m sjómönnum og íslendingum erlendis þar sem að ekki er íslenskt sendiráð!
Skammastu þín!
Jakob Jörunds Jónsson, 28.11.2010 kl. 13:53
Já og svo það Jakob, mundi ekki eftir því í augnablikinu. Takk fyrir upplýsingarnar.
Anna Guðný , 28.11.2010 kl. 14:39
Ég er nú á þeirri skoðun að það sér ekki rétt að "Heimurinn fylgist með af áhuga" þó stofnað hafi verið til þessarar kosningar til að velja fólk til að gera uppástungur um breytingar á núgildandi stjórnarskrá Íslands. enda var það varla ástæðan fyrir því að efnt var til kosningarinnar.
Agla (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 14:44
Reynið ekki að afsaka ykkur með uppdiktuðum afsökunum. Það fólk sem kaus ekki en situr síðan inni á kaffistofum og öðrum stofum og reynir að tjá sig um hve slæmt ástandið sé, hafið vit á því að þegja. Frábær grein er skrifuð í Fréttablaðið í dag af Andrési Helga Valgarðsyni um þau gífurlegu vonbrigði sem aumingjarnir ollu okkur sem kusum. Það er einmitt þessi aumingjaháttur fólks sem spillingaöflin treysta á. Þannig halda klíkur og auðugar fjölskyldur völdum sínum og arðræna og stela öllu steini léttara. Verði ykkur að góðu
Davíð Þ. Löve, 29.11.2010 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.