Þarf ekki mikið til!!!

Uss, þetta minnir mig á þegar ég og fleiri vorum að fikta með eldspýtur þarna við flugvöllinn í gamla daga. Varð alveg svakalegt eldhaf. Lokaðist flugvöllurinn um tíma, allt slökkviliðið ræst út. Reyndum að stappa á eldinum þar til gúmmískórnir fóru að bráðna. Augabrýr, hár og föt sviðin utan á okkur. Hlupum síðan eins og byssubrandar heim á leið. Við vorum tveir sem styttum okkur leið yfir opinn grunn Norræna hússins sem var hálffullur af vatni og þunn ísskel yfir. Vorum það hræddir að við tókum ekki eftir, fyrr en á miðri leið, að vatn var farið að flæða upp um ísin og gekk hann í bylgjum undan okkur. Eins gott að við stoppuðum ekki því við hefðum klárlega farið niður. Þegar heim kom á Fálkagötuna, fékk móðir mín heitin sjokk við að horfa á sviðinn stráklinginn í dyrunum. Eftir útskýringar og síðan skammir var ég rekinn til hárskerans á Dunhaganum til snyrtingar á illa sviðnum kollinum. Á meðan fékk sú gamla heimsókn frá lögreglu, slökkviliði og gott ef ekki mann frá flugvellinum líka. Ég pældi lengi í því hvursu öflugt njósna netið hjá yfirvöldunum var. Fundu mig á innan við klukkutíma. Komst svo náttúrulega að því að einn guttinn var gripinn, hafði ekki stytt sér leið yfir drekkingarhylinn. Þeir höfðu ekki undan upplýsingaflæðinu sem rann upp úr honum. (Bévítans kjaftaskurinn.) En, talandi um adrennalínflæði! Ég held að það eimi enn eftir af skammtinum í skrokknum á mér. Ja, út að einhverju er ég svona snöggur upp!!!!
mbl.is Kveikti sígarettustubbur bálið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband