Jæja, tryggingafélög þessa lands! Nú krefjumst við lækkunar iðgjalda strax! Hlutirnir virka ekki bara í aðra áttina, eða hvað? Ætla stjórnvöld að aðstoða skítblanka og pínda þjóð og setja þrýsting á þjófafyrirtækin til lækkunar eða sannast það endanlega að alþingi er kjaftfullt af mútuþegum trygginga- og olíufélaga?????? Aðaláróður þessara félaga í gegnum árin hefur verið fjölgun umferðaróhappa. Þetta er annað eða þriðja árið í röð sem tjónum fer stórlega fækkandi og ekki heyrist múkk frá þessum okurbælum. Stjórnvöld gefa sig út fyrir að vera verndarar þeirra sem minna mega sín svo eitthvað hlýtur að gerast, ekki satt? (Af hverju fæ ég æluna upp í háls?) Þetta eru jú skyldutryggingar. Við fáum engu um ráðið hvort við borgum eða ekki. Ef þessi okurbæli koma ekki með lækkun núna, verðum við að grípa til harðra aðgerða. Við getum ekki setið undir þessari rányrkju lengur, hvert sem litið er!
Athugasemdir
Og fréttir dagsins!!!! Sjóvá með 800 milljóna kr. hagnað!!! Fyrirtækið sem rænt var innanfrá, ríkið henti inn 12 milljörðum til björgunar og enginn hefur verið sóttur til saka! Njóta viðskiptavinir góðs af því? Sjáum til!!!
Davíð Þ. Löve, 15.3.2011 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.