Vegna svara á bloggi mínu hér að framan, um bitran verkamann, vildi ég gjarnan koma einu á framfæri. Þrátt fyrir að ég hafi klárað mitt 4 ára iðnnám (múrari) breytir það því ekki að starfsvettvangur minn var lagður í rúst. Það byrjaði með innflutningi ómenntaðra manna frá austur-evrópu sem virtust óhindrað geta gengið í verk okkar, þrátt fyrir mótmæli. Eftir standa hriplek og stórskemmd hús sem m.a. ég hef verið að laga síðustu ár. "Þakka" pent fyrir ógæfu eigenda. Síðast var það 4 ára gamalt einbýlishús sem hriplak vegna fúskvinnubragða svona vinnuhóps. Við erum nokkrir sem settumst niður og fórum ath. hvaða starfsgreinar þyrftu að þola svona ágang. Komumst við að því að lögfræðingar, verkfræðingar og aðrir "fræðingar" virðast alveg hafa sloppið! Núna erum við í fullri alvöru að íhuga að bjóða íslendingum upp á þjónustu svona "fræðinga" frá austur-evrópu, á aðeins broti þess verðs sem þessir "höfðingjar" eru að hirða af íslendingum. Það er ekkert vandamál að fá túlka fyrir þessa fræðinga, þeir þurfa smá stund til að koma sér inn í íslenskt réttarkerfi, ég tala nú ekki um burðarþolsfræðina, læknisfræðina og allt sem því viðkemur. Erum komnir í samband við hóp þessarra manna sem ólmir vilja komast hingað, því aðeins hálf laun fræðinga á íslandi eru þvílík freisting að við erum að drukkna í fyrirspurnum. Erum farnir að halda að hálf evrópa vilji komast hingað. En, hvernig móttökur skyldi þetta fólk fá við komuna? Okkur hlakkar gríðarlega til að sjá viðbrögð þess hóps sem um er rætt hér að framan. Hversu langt munu þau ganga í að verja "réttindi" sín. Nú látum við reyna á hvort sömu lög gildi fyrir alla.
Athugasemdir
Verð að segja þér frá vinafólki mínu,þaug keyptu fjögurra herbergja íbúð í Álfkonuhvarfi,við vatnsenda,þaug voru búin að búa þarna í um hálft ár að þá fóru að koma sprungur í veggi og upphleypt múr að innanverðu,svo byrjaði það að ekki var hægt að opna glugga og erfiðlega gekk að loka sumum gluggum,og ekki voru þaug eina fólkið í blokkini sem átti við þetta vandamál að eiga ,nei það var í átta íbúðum sem svona gallar komu fram og það í nýrri blokk. Þegar leitað var til húsbyggjandans að þá komust þessir óhamingjusömu eigendur þessara gölluðu íbúð að því að þarna hafii verið handbragð''erlendra múrara,, þá skyldu þaug hvað gekk á. Núna fjórum árum síðar er enn að koma fram allskonar gallar. Íslenskir iðnaðarmenn eru með þeim bestu sem völ er á enda vinsælir til dæmis í Noregi þar sem vinnubrögð þeirra þykja vel gerð,og hvað þá hér heima,en einsog allstaðar er alltaf einhver skemmd epli. Yfir heilt eru Íslenskir Iðnaðarmenn hátt skrifaðir. Er sammála þér að það þarf að rassskella þá elítu sem hefur verið að eiðileggja,iðnaðin á Íslandi.Og hvað þá öryggi og metnað hjá okkur.
Númi (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 00:19
Skelfilegt að heyra! Þetta er að gerast út um allt! Stefnir í hrikalegar viðgerðir í framtíðinni á nýjum og nýlegum húsum! Það er ljótt að þurfa að segja það en þetta mun koma okkur íslenskum iðnaðarmönnum til "góða" En ég sárvorkenni því fólki sem sem ekki getur einu sinni treyst á að ný hús verji þau fyrir vatni og vindi! Hlýtur að vera hægt að draga ábyrga aðila fyrir rétt!
Davíð Þ. Löve, 23.3.2011 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.