Hverjir eru eigendur???

Eftir svona frunta árás eru eigendur ennþá með hundinn á heimilinu? Hvernig má það eiginlega vera? Eru þetta broddborgarar í Mosfellsbæ eða eru starfsmenn bæjarfélagsin fífl? Enn einu sinni kemur það í bakið á yfirvöldum sú fáránlega heimska að hver sem er getur átt hunda af stærri gerðinni þótt þeir kunni ekkert með þá að fara. Sum þessara dýra eru stórhættuleg vegna vankunnáttu eigenda. Engar kröfur eru á væntanlegum eigendum um að sækja skuli námskeið í meðferð stærri og öflugri hunda! Enn ein heimskan er að horfa á 25 kílóa krakkabjána á gangi með 70 kílóa flykki í taumi! Hver er með hvern í taumi eiginlega? Nú er kominn tími til að fólk sem verður fyrir svona árásum sæki gegn eigendum og yfirvöldum einnig, fleiri milljóna skaðabætur og fangelsisvist fyrir tilraun til manndráps! Ég sjálfur er búinn að mæta það mörgum stórum skepnum hlaupandi lausum á undan eigendum sínum, að ég geng vopnaður alla daga svo ég geti varið mig ef svona skepna gerir áras. Með kveðju til fórnarlambsins og ósk um góðann bata.
mbl.is „Var skelfileg lífsreynsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það á ekkert að leyfa hunda í borgum. Svo einfalt er það. Eigandi getur aldrei tekið ábyrgð á gerðum hunds. Það er bara svona ranghugmynd sem fólk þykir þægilegt að kasta fram þegar ekki er vitað hvernig á að taka á málum.

Hundar í borgum er bara hryllilegur sóðaskapur að sjálfsögðu. Fullorðið fólk afsakar oft hundahald með því að segja að það sé svo gott fyrir börnin. Það er gott fyrir börn að umgangast dýr af og til.

Enn það er aldrei gott fyrir neina fjölskyldu að hafa hund eða dýr sem einn af fjölskyldunni. Svo er bannað að ræða hundaruglið nema þegar einhver er slasaður eða drepin af hundi í borgum.

Hundahald er stundum eins og ofsatrúarbrögð...

Óskar Arnórsson, 18.5.2011 kl. 07:33

2 Smámynd: corvus corax

Hundahald er ekki bara stundum eins og ofsatrúarbrögð, það er nánast alltaf hreint trúarofstæki og þeir heittrúuðustu eru einmitt þeir sem síst ættu að fá að halda hund. Hundaeigendur eru nánast upp til hópa frekjuhundar sem gefa skít í allar reglur sem þeir undirgangast þegar þeir fá leyfi til að halda hund. Gott dæmi er t.d. Laugavegurinn þar sem bannað er að vera með hunda, samt sér maður tugi hunda þar yfir daginn vegna þess að hundaeigendur telja sig yfir allar reglur hafna. Þó eru sem betur fer undantekningar frá þessu en bara svo fáar að þær njóta ekki sannmælis út af hundahyskinu sem ekkert kann með hunda að fara. Bönnum hundahald í þéttbýli nú þegar!

corvus corax, 18.5.2011 kl. 11:06

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég held að þetta sé komið út af réttri braut, hjá ykkur og vantar nú ekki stóryrðin strákar. Sumt af þessu er rétt hjá ykkur, en ég vil nú vekja athigli á því, að hundeigandinn var að toga hundinn inn í hús þegar tauginn slitnaði. og ekki  annað að sjá en að þarna hafi orðið skelfilegt slys. En ég er sammála því að krakkar sem eru ekki nógu sterk til að ráða við stórann hund eiga alls ekki að vera með hann í bandi. En ég mótmæli því að þessir krakkar séu bjánar, eins og höfundurinn Davíð Þ löve. kalla þau!!!Hundar ættu helst að vera í sveit og kettir líka svo og hestar, en fólk hefur kosið að hafa þetta svona, og þá þarf að taka á því á réttan hátt.

Eyjólfur G Svavarsson, 19.5.2011 kl. 18:48

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það eru engin stóryrði á ferðinni Eyjólfur. Málið er að hundahald er tilfinningalegs eðlis og næstum trúarbrögð.

Það er nákvæmlega sama með márgar tegundir af trúarbrögðum þegar fólki er nauðgað og það tekið áf lífi á hroðalegan hátt í nafni trúarbragða, og hundahaldsmál sem er þó bara sóðaskapur og útbreiðsla á allskonar sjúkdómum og óværu. Þá eru báðir málaflokkar varðir með kjafti og klóm á nákvæmlega sama hátt.

Hundahald er óverjandi og hefur alltaf verið óverjandi sama hvernig rök hafa verið færð fyrir því. En sé fólk á valdi tilfinninga eða trúarbragða, skipta rök engu máli.

Það eru kýr á götum Indlands sem labba inn í búðir þar, skíta gólfið og velta um vöruhillum. Og það má ekki stugga við þeim af sömu heimskulegu ástæðunni að ekki má tala um heilaga hunda Reykjavíkurborgar...

Óskar Arnórsson, 21.5.2011 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband