Hvílík ósvífni!!!

Man fólk eftir því þegar áróður fór í gang þar sem fólk var hvatt til að drífa sig nú yfir í dísel bifreiðar? Dísel olían myndi ALDREI verða dýrari en bensín, básúnaði Geir fyrrum forsætisráðherra. Skömmu síðar byrjaði að síga ógæfuhliðina og nú keyrir um þverbak í helv. vitleysunni. 10 kr. dýrari!! Dísil olía er margfalt ódýrari í framleiðslu, minni eyðsla á keyrslu en samt verða þessar skepnur að eyðileggja allt sem þau snerta. Almenniningur á enga möguleika lengur til sparnaðar. Neikvæðir vextir á allan sparnað, skattpíning á allar glufur sem reynt er að finna til sparnaðar. Öllum slíkum glufum er lokað og okkur sýnt fram á að ódýrari kostur til reksturs heimila er með öllu ólíðandi að þeirra mati. Ég er ekki að skilja af hverju ekki er farinn af stað blóðug byltin þar sem fallaxirna hvína á Austurvelli. Nú er kominn tími á að hausar fjúki.
mbl.is Bensín lækkar hjá Atlantsolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Er sammála þér. Hér sérðu verðlagið í Danmörku hjá Q8, viti menn, díselolían er ódýrari. Enn og aftur sjáum við hvernig fákeppnin og græðgin fer með Íslendinga. 

MotorbrændstofEnhed kr. ekskl. moms
og afgifter kr. inkl. moms
og afgifter
Benzin 92 oktanliter5.5712.28
Benzin 95 oktanliter5.6012.31
Dynamicliter5.7812.54
Super Diesel B7liter6.3911.63

Þórður (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 11:56

2 Smámynd: Umrenningur

Reyndar er Jet með ódýrustu olíuna í dag á dkk. 10,65 - isk 228,66. Svíþjóð sek. 11,20 - isk. 198,12. Heimsmeistarinn í verði á eldsneyti, Noregur nkr. 11,48 - isk. 237,56. Muna menn eftir því að hinn stefnufasti og sannsögli fjármálaráðherra okkar lýsti því yfir fyrir örfáum vikum að eldsneytisverð á Íslandi væri mun lægra en í nágrannalöndum okkar. Ath. að kaupmáttur er ekki tekinn inn í dæmið heldur eingöngu miðað við lægsta verð í hverju landi og gengi Isk samkvæmt Seðlabanka Íslands. Frúin mín er að vinna við skúringar í Noregi og hefur ígildi 13,58 ltr Diesel á tímann á Íslandi hefði hún nálægt 3,6 lítra á tímann í heildarlaun. Svona er nú Ísland í dag þrátt fyrir endalaus ræðuhöld og heilu ráðstefnurnar um hvað allt er nú gott og yndisleg undir norrænu velferðarstjórninni.

Umrenningur, 31.10.2011 kl. 13:30

3 Smámynd: Umrenningur

Afsakið, ég gleymdi að minnast á lægsta verð á Íslandi samkvæmt gsmbensin.is. Það er isk. 241,10.

Umrenningur, 31.10.2011 kl. 13:32

4 Smámynd: Umrenningur

Finnland. eur. 1,299 - isk. 207,53.

Umrenningur, 31.10.2011 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband