Man fólk eftir því þegar áróður fór í gang þar sem fólk var hvatt til að drífa sig nú yfir í dísel bifreiðar? Dísel olían myndi ALDREI verða dýrari en bensín, básúnaði Geir fyrrum forsætisráðherra. Skömmu síðar byrjaði að síga ógæfuhliðina og nú keyrir um þverbak í helv. vitleysunni. 10 kr. dýrari!! Dísil olía er margfalt ódýrari í framleiðslu, minni eyðsla á keyrslu en samt verða þessar skepnur að eyðileggja allt sem þau snerta. Almenniningur á enga möguleika lengur til sparnaðar. Neikvæðir vextir á allan sparnað, skattpíning á allar glufur sem reynt er að finna til sparnaðar. Öllum slíkum glufum er lokað og okkur sýnt fram á að ódýrari kostur til reksturs heimila er með öllu ólíðandi að þeirra mati. Ég er ekki að skilja af hverju ekki er farinn af stað blóðug byltin þar sem fallaxirna hvína á Austurvelli. Nú er kominn tími á að hausar fjúki.
Athugasemdir
Er sammála þér. Hér sérðu verðlagið í Danmörku hjá Q8, viti menn, díselolían er ódýrari. Enn og aftur sjáum við hvernig fákeppnin og græðgin fer með Íslendinga.
og afgifter kr. inkl. moms
og afgifter
Þórður (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 11:56
Reyndar er Jet með ódýrustu olíuna í dag á dkk. 10,65 - isk 228,66. Svíþjóð sek. 11,20 - isk. 198,12. Heimsmeistarinn í verði á eldsneyti, Noregur nkr. 11,48 - isk. 237,56. Muna menn eftir því að hinn stefnufasti og sannsögli fjármálaráðherra okkar lýsti því yfir fyrir örfáum vikum að eldsneytisverð á Íslandi væri mun lægra en í nágrannalöndum okkar. Ath. að kaupmáttur er ekki tekinn inn í dæmið heldur eingöngu miðað við lægsta verð í hverju landi og gengi Isk samkvæmt Seðlabanka Íslands. Frúin mín er að vinna við skúringar í Noregi og hefur ígildi 13,58 ltr Diesel á tímann á Íslandi hefði hún nálægt 3,6 lítra á tímann í heildarlaun. Svona er nú Ísland í dag þrátt fyrir endalaus ræðuhöld og heilu ráðstefnurnar um hvað allt er nú gott og yndisleg undir norrænu velferðarstjórninni.
Umrenningur, 31.10.2011 kl. 13:30
Afsakið, ég gleymdi að minnast á lægsta verð á Íslandi samkvæmt gsmbensin.is. Það er isk. 241,10.
Umrenningur, 31.10.2011 kl. 13:32
Finnland. eur. 1,299 - isk. 207,53.
Umrenningur, 31.10.2011 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.