Enn og aftur lendi ég í því að geta ekki verslað eldsneyti né nokkuð annað þrátt fyrir að vera með peningaseðla á mér! Skýring: Tölvukerfið er bilað! Hvenær ætla þeir aðilar sem koma að bæði verslun og þjónustu að bregðast við? Við fljótum að feigðarósi með svona forheimsku og tómum hausum. Skilur fólk ekki að við GETUM ekki lagt allt okkar traust á rafmagn og tækjum sem því tengjast. Það þarf aðeins ein eldstöð að fara í gang hér í nágrenninu og rjúfa rafmagnslínur!! Greiðslukort eru úr leik, eldsneyti er haldið í gíslingu, þú getur ekki einu sinni keypt þér að éta. ALLT frýs fast í rafmagnsleysi! Það bókstaflega VERÐUR að vera sá möguleiki fyrir hendi að fólk geti bjargað sér með HANDAFLI! Já, hvað er nú það? Jah, t.d. gömlu góðu búðarkassarnir, dælur sem ná upp eldsneyti með handafli. (Auðvitað notaðar eingöngu í neyðarástandi) Fólk verður líka að hafa einhverja peninga til reiðu en það skiptir náttúrulega engu ef þú getur ekki einu sinni notað þá. Þá er aðeins einn möguleiki eftir og það eru rán og gripdeildir. Halda þessir aðilar að fólk muni bara standa kurteist í biðröð ef náttúruhamfarir skella á? Ekki aldeilis! Allir munu reyna að bjarga sér og sínum, sama hvaða ráðum þyrfti að beita! Opnið augun, andskotinn hafi það!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.