Ófær bílastæði?

Hvaða aulaháttur er í gangi hjá húsfélögum í Hraunbænum? Í Breiðholtinu er ekkert verið að væla yfir snjóþyngslum heldur eru bílastæðin mokuð! Engin afsökun við svona framtaksleysi! Til hvers heldur þetta lið að hússjóðurinn sé? Er kannske verið að bíða eftir að Gnarrinn handmoki stæðin?
mbl.is Snjóþyngslin minnka Hraunbæinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í Hraunbænum eru það ekki húsfélögin sjálf sem sjá um bílastæðin, heldur er sérstakt bílastæðafélag um hvert bílastæðaport sem er sameiginlegt með húsfélögum nokkurra stigaganga. Það getur verið misjafnt eftir áherslum stjórnar og fjárhagsstöðu hvers félags hversu oft er pantaður mokstur.

En það er samt ekki heila vandamálið, heldur að frá hruni er búið að hirða gríðarlegt magn vinnuvéla af eigendum sínum og selja úr landi. Það vantar ekki atvinnulausa gröfumenn, heldur vantar vinnutækin fyrir þá.

Atvinnustefna stjórnvalda hefur orðið úti í snjóbylnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2012 kl. 04:50

2 identicon

Tek undir með Davíð

Það er víða þannig að mörg stigahús eru um eitt bílastæði. Það kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að fá mokstur ef menn vilja og nenna

Hilmar (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband