Hver er orsökin?

Já, hver er orsökin fyrir því að ekki nokkur manneskja innan 4-flokkana ræðst í þetta mál? Getur það verið að fjármagnið og þrýstihópar sé búið að "kaupa" þingið með húð og hári? Búið sé að velta þvílíkum upphæðum inn í stjórnmálaflokkana fjóra að engin hreyfi legg né lið? Það kom svo sannarlega í ljós eftir hrun að  stjórnmálaflokkarnir þáðu tugi milljóna, svo skýringin liggur líklegast þar. Þar af leiðir að alþingi íslendinga er handónýtt til þarfra verka. Það er aðeins ein lausn til á þessu vandamáli! Snúum baki við 4-flokknum og komum nýju fólki að! Sama hvaða rökum þið beitið þá getur getuleysið ekki orðið meira. Gömlu flokkarnir vilja engu breyta og vilja viðhalda arðráni og níðingsskap á þjóðinni og berja strax niður allar raddir nýrra þingmanna sem dirfast að opna munninn.  Tími breytinga er á síðasta séns og það VERÐUR að gerast í næstu kosningum. Sýnum þann þroska að rífa okkur út úr þrjósku og heimsku pólitíkinni og byltum þessu handónýta stjórnmálakerfi sem 4-flokkurinn hefur byggt upp í gegnum tíðina og er að leggja þjóðina í rúst! Látum ekki lymsku áróður þeirra etja okkur saman með sundurlyndi og ósætti. Saman verðum við ógnarsterkt afl sem þeir ráða ekkert við! Nýtt blóð inn á þing!
mbl.is Andrea J.: Leiðrétting lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband