Hvílík læti yfir smábombu! Veit ekki til að ein rúða hafi brotnað hvað þá meira! Verður þá ekki að banna áramótabomburnar sem virðast helmingi öflugri en þetta drasl? Er farinn að halda að löggan sé að reyna að bjarga andlitinu yfir öllum viðbúnaðinum vegna þessa "kínverja". Virðist frekar vera hrekkur en einhver hryðjuverka tilraun. Stormur í vatnsglasi.
Leitað að karlmanni vegna sprengju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski er þetta sviðsettur hrekkur til að milda afstöðu landans gagnvært forvirku heimildunum sem lögreglan er að biðja um? Frumvarpið bíður einmitt tilbúið fyrir algjöra tilviljun.
magus (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 00:42
Já þú segir nokkuð magus þegar málið er skoðað út frá þeim punkti...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.2.2012 kl. 00:45
... magus með athyglisverðan punkt. Af hverju ekki?,,,,
Óskar Arnórsson, 2.2.2012 kl. 05:36
Lögregla hefur ekki heimildir til að fylgjast með því hvort menn séu að sanka að sér efnivið í sprengju, svo sem áburði eða eldsneyti. Til þess að unnt sé að kanna slíkt þarf ábending að berast um grunsamlegt athæfi.
Frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir til handa lögreglu hefur verið kynnt í ríkisstjórn og er nú til meðferðar í þingflokkum stjórnarflokkanna. Ögmundur Jónasson sagðist á Alþingi í síðustu viku leggja áherslu á að flýta framlagningu þess.
http://www.visir.is/ekki-haegt-ad-fylgjast-med-sprengjusmidum/article/2012702029857
magus (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.