Siðblindir forstjórar?

Það var magnað að sitja undir Kastljós þætti kvöldsins og hlýða á viðtalið við forstjóra lífeyris! Sallarólegur reyndi hann að útskýra fyrir spyrlinum að 100 MILLJARÐA tap væri bara eðlilegt í þessum bissness. Það var alveg greinilegt að það voru ekki hans fjármunir sem hurfu úr sjóðunum heldur annarra! Og hann ætlar bara að sitja hinn rólegasti áfram! Sá frábært viðtal um daginn við erlendann sérfræðing sem útskýrði hegðun og hin ýmsu einkenni siðblindingja. Viðtal kvöldsins var hreint kennslubókardæmi um slíka hegðun. Alveg steindauður fyrir tapinu tilfinningalega, reynandi að réttlæta sig í stað þess að taka hlutunum eins og karlmenni og viðurkenna mistökin og fífldirfskuna. ALLIR eru þeir eins, þetta voru engin mistök heldur allt öðru og öðrum að kenna! Það er óhugnanlegt hve stór prósenta manna hefur gjörsamlega umturnast í þessari "bólu" sem myndaðist hér fyrir hrun! Og brjálsemin heldur áfram með sömu geðsjúklingana við stjórnvölinn þar sem enginn á að axla ábyrgð! Og heldur fólk virkilega að ástandið lagist eitthvað við að hleypa hrunverjunum aftur að? Þá hlýtur það fólk að vera haldið sömu brjálseminni!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband