Ég vil ræða hér hvernig útsendingarstjóri RÚV dirfist að haga sér í vinnu sinni! Eins og megnið að þjóðinni, fylgist ég með íslenska landsliðinu í handknattleik! Æsispennandi leikur okkar manna gegn Frökkum fékk okkur til að fara fram af bjargbrúninni af æsingi og spennu. Það er hegðun útsendingastjórans í hálfleik sem ég vil ræða hér! Þegar hálfleik var lokið og leikurinn hafinn var þessi aðili enn að dæla út auglýsingum á skjáinn! Þessi aðili tekur sér það bessaleyfi að SEINKA útsendingu frá leiknum svo hægt sé fyrir þetta ömurlega batterý sem RÚV er, að græða aðeins meira!! Þjóðin þarf að þola það að þessi vesalingur, sem ekki er starfi sínu vaxinn, lengi einfaldlega bið allrar þjóðarinnar eftir seinni hálfleiknum, þrátt fyrir að hann sé hafinn fyrir 7 mínútum!!!!!! Hálfleikur, sem að hámarki er 15 mínútur, var lengdur í 27 mínútur!!!! Já, ég tímamældi ykkur, helvítin ykkar! Í staðinn fyrir að sleppa hreinlega röflinu sem enginn hlustar á í spjallþættinum í hálfleik, gæti þessi auli haft auglýsingar í staðinn OG DRULLAST TIL AÐ HEFJA ÚTSENDINGU Á RÉTTUM TÍMA! Ég bókstaflega heimta haus þessa aðila á fati og hann verði rekinn úr starfi sínu vegna vanhæfni og lítilsvirðingu sem hann sýnir allri þjóðinni með þessari framkomu! Við erum rukkuð án þess að vera spurð fyrir áhorfið að þessari stöð en þau telja sig þess umkomin að bjóða okkur hvað sem er. En, það er til ráð við því að koma sér frá þessum aulum á RÚV. Útsendingar á netinu eru á réttum tímum svo útsendingarstjóri RÚV getur troðið sínum útsendingum í rassgatið á sér. Ég hvet hér með hvern einasta mann sem asnast til að horfa á RÚV, að tímataka hálfleikinn í leik okkar manna og Ungverja, og láta síðan í sér heyra! Nú eru 8 liða úrslit og ég er handviss um að hálfleikur verður ekki styttri en 30 mínútur vegna auglýsinga drullunar sem flæðir yfir allt og alla! ÁFRAM ÍSLAND, megi RÚV hrynja til grunna!
Athugasemdir
Sæll!
Ég er íþróttastjóri RÚV og er aldeilis hlessa yfir þessum rógburði. Fyrri hálfleik lauk kl. 19:06 og síðari hálfleikur hófst á mínútunni 19:21 þegar seinni hálfleikur var flautaður á. Útsendingin var LIVE allan tímann og aldrei hefði það hvarflað að okkur eða nokkrum innan RÚV að gera það sem þú sakar okkur um hér. Held að næstu skrif þín ættu að vera um fyrirtækið sem framleiðir skeiðklukkuna þína.
Með Ólympíukveðju,
Kristín H. Hálfdánardóttir
Íþróttastjóri RÚV
Kristín H. Hálfdánardóttir (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.