Fangi í eigin landi?

 Einyrki úr byggingabransanum ætlar í stutta heimsókn til Norðurlanda! Mjög sveiflukennt hefur verið að gera vegna fárra verkefna svo ekki eru miklar tekjur að detta inn. En nurlað hefur verið saman í heilar 60.000 kr. og hann er mættur í banka og biður um gjaldeyri fyrir þessi "ósköp" "Ertu með launareikning" er spurt. "Ha, tilhvers þarf ég hann" er spurt til baka. " Það eru gjaldeyrishöft í gangi" "Bíddu við, og hvað kemur það launareikningi við"? "Jú, það er verið að koma í veg fyrir að þú farir í næsta banka og sækir endalaust gjaldeyri". Hvaða hlutverki launareikningur hefur í þessu máli er ofar mínum skilningi nema ef um persónunjósnir eru að ræða. "Þú getur fengið gjaldeyri í Leifstöð" segir gjaldkeri. "Ó, er banki opinn til kl. 1 að nóttu þar" er spurt. "Ég á nefninlega flug þá, það er miklu ódýrara skiluru". "Uhhh, neeei, það held ég ekki" er svarað. HVAÐ ER MÁLIÐ??? Ef einstaklingur er ekki  að borga sjálfum sér inn á launareikning í banka eða notar ekki kort, verður hann þá að fara með TÓMA VASA ef flogið er að nóttu til?? Hvurslags djöfuls slóðar eru að störfum hér? Bankaræningja-stofnanirnar hafa ekki nennu til að hafa sameiginlegan gagnabanka um kaup á gjaldeyri, en á sama tima hafa þessir aumingjar fullann aðgang að upplýsingum um vanskilafólk sér til varnar! Hver er ástæðan? Er það vegna innanbúðar þjófanna sem grætt hafa milljarða á gjaldeyrisbraski innan bankastofnana? Sáraeinfalt er að opna slíkann gagnabanka, sem með einu handtaki, gæfi upplýsingar um þá sem nýbúnir væru að versla gjaldeyri! Nei, þeim dettur ekki í hug að opna slíka þjónust því það gæti kostað alveg dropa í hafið af milljarðagróða þeirra. Og ekki má nú minnka innkomu (þýfið) hjá þessum skoffínum! En, eftir stendur að þú ert með vasana tóma ef þú ert í þessari aðstöðu. Og hvað gera menn þá? Þeir leita í neðanjarðar gjaldeyrisforðann. Þau vesælu fífl sem hér stjórna beina fólki þangað inn! Verði þeim að góðu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband