Ekki var blekið þornað á samkomulagi ASÍ og SA þegar olíufyrirtækin flýttu sér að hækka eldsneytið! Samningar eiga að taka gildi um mánaðarmótin um þessi vesælu 3% á launum með LOFORÐI um að því yrði ekki velt út í verðlagið! Olíufélögin rufu þann samning ÁÐUR en hann náði gildistöku. Það er skylda ASÍ að rifta strax samkomulaginu og semja á ný eða krefjast lækkunar eldsneytis strax. Eða eru olífurstarnir undanþegnir þessum samningum? Hvurn djöfulinn eru menn að hugsa með að minnast ekki einu orði á þessa hækkun? Eru samningsaðilar sömu aumingjarnir og allt annað í þessu þjófasamfélagi? Verkalýður þessa lands, losið ykkur við vanhæfa háskólaborgara úr stjórnarstöðum ASÍ. Drullist til að hafa alvöru fólk í æðstu stöðum sem kemur af sama grunni og þið sjálf, annars verður þetta að sama aumingjabælinu og allsstaðar annarsstaðar!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.