Þjófarnir verja eigur sínar!!!

Sælt veri fólkið. Síðasta útspil Jóns Ásgeirs er hreint út sagt með ólíkindum. Þar sýnir hann ótrúlegt samviskuleysi og hversu útsmoginn hann er. Að veðsetja kyrrsettar (eða væntanlega) eignir upp fyrir rjáfur sýnir að hann ætlar sér alls ekki að borga krónu af ránsfé því sem hann hefur undir höndum. Hann mun frekar gera eignirnar verðlausar en að láta ríkið fá einn aur til baka. Þarna sýnir þetta lið hvernig innrætið er orðið. Ég ætla að vona að þegar kemur að ákærum á hendur honum og allra annarra sem tengjast þessu málum, muni dómstólar taka mið að þessari framkomu. Ég hef alla tíð stutt Bónus vegna þeirra gríðarlegu kjarabóta sem 30% lækkun matarverðs hafði til almennings. Því hefur mér þótt hörmulegt að horfa upp á gjörspillt og samviskulaust skrímsli spretta fram vegna velgengni verslana þeirra feðga. Hvernig ætla yfirvöld að verjast þessu? Það er einfalt. Yfirtaka bara eignir þessara þjófa á kennitölu (fyrirtæki) sem síðar verður breytt og skuldirnar skildar eftir og málinu er reddað. Hljómar þetta kunnuglega? Helvítin mega þó eiga eitt. Þeir kenndu okkur eitthvað. Sæl að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband