Eru menn bilaðir?

Ekki var nú mikið talað um eitthvað réttlæti frá þeim sem tóku verðtryggð lán, þegar fólk með gengistryggðu lánin var í skítnum. Sagt var að þetta fólk hefðu verið glannar og annað eftir því. Hvaða bölvaða kjaftæði er í gangi? Ef gengistryggð lán dæmast ólögleg, hvurn fjandann kemur það verðtryggðu lánunum við? Byrjar ballið, "ÉG LÍKA". Nú eru menn að öfundast út í það, að fólk sem er að missa allar eigur sínar, fái leiðréttingu mála sinna. Ekki misskilja mig, verðtryggingin er þjófnaður 20. aldarinnar og meira en það. EN, þau eru lögleg, eða hvað? Vona auðvitað að tekið verði á þessari glæpamennsku en ekki fara að tengja þau við gengistryggðu lánin og reyna að eyðaleggja eðlilega leiðréttingu þeirra.
mbl.is Skoði verðtryggðu lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Finnst þér eðlilegt að fólk sem tók áhættu með að taka gengistryggðlán á 3% vöxtum fái þau sem óverðtryggð meðan 80% þjóðarinnar þurfi að borga sín verðtryggðu lán með 4.15% - 9% raunvöxtum?

Eða er málið að núna ert þú kannski sloppinn, þetta er nefnilega ekki alveg öruggt þar sem lánafyrirtækin gleymdu að gera vara- og þrautavarakröfu og munu örugglega láta reyna á þetta aftur með þeim, og er sama um restina af þjóðinni?

Einar Þór Strand, 21.6.2010 kl. 21:18

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni.afnema verðtryggingu.

Vilborg (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 21:24

3 identicon

Þetta snýst ekki um hvað er eðlilegt eða réttlátt, heldur hvaða lög gilda í landinu. Það var bannað að veita gengistryggð lán, þar sem lánið var reiknað í íslenskum krónum. Verðtryggð lán eru aftur á móti gulltryggð í lögum. Því er það tómur popúlismi að kalla á að verðtryggð lán verði handleikin á svipaðan hátt og gengistryggð (þetta verður sjálfsagt lagt fyrir dómstóla og þeir komast að þeirri niðurstöðu að lánin voru lögleg) því að þau eru einfaldlega mjög ólík gagnvart lögunum. Ég vildi endilega að veðrið á Íslandi yrði miklu betra -- það væri fullkomlega réttlátt -- en því miður verður mér ekki að ósk minni ...

Pétur (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 21:39

4 identicon

Er mikið réttlæti í því að verðtryggða lánið mitt hækkaði um 5 millur á nánast einni nóttu.  Þetta er ekki bara "Ég líka"  .  

bull

jonas (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 21:41

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Pétur ef lög eru ekki um réttlæti þá eru þau ónýt, og þetta sem þú segir að þetta snúist ekki um réttlæti er siðblinda eins og kom okkur í kreppuna.

Einar Þór Strand, 21.6.2010 kl. 23:14

6 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Því miður fjallar þetta ekkert um sanngirni eða réttlæti. Ef sum lán eru lögleg en önnur ekki, hvað á þá að gera? Á að gera ólöglegu lánin "pínulítið" lögleg og tengja þau við hin lánin? Hvurslags þvæla er þetta? Þetta er bara frekju væll og ekkert annað.

Davíð Þ. Löve, 21.6.2010 kl. 23:37

7 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Ef við skoðum heimssöguna þá hefur komið upp fjöldinn allur af tilvikum þar sem lög voru einfaldlega ólög og voru afgreidd sem slík.  Franska byltingin var auðvitað ólögleg en er samt grundvöllur evrópskra mannréttinda og réttlæti gagnvart stjórnvaldinu.  Maður talar ekki um frekjuvæl fólks sem reynir að standa sína plikt gagnvart yfirvaldi en vegna lélegrar stjórnar þess er það ómögulegt.  Að hæstiréttur hafi séð að gengistryggðu lánin hafi verið ólögleg er gott.  Að stjórnvöld sjái að verðtryggðu lánin séu óréttlát og breyti lögunum er jafngott. 

Við skulum berjast fyrir því.

Ragnar Kristján Gestsson, 22.6.2010 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband