Kjaftæði!

Alveg sama hvað krónan styrkist, lækka vörur ekki neitt. Svörin eru bara á þann veg að við ættum að hrósa happi að þær hækki ekki. Spurði sjálfur kaupmann hvar styrking krónunnar kæmi fram hjá honum vegna komu nýrrar sendingar. Eftir umhugsun var þetta svarið. "Ja, það mun allavega ekki hækka." Við eigum semsagt að vera þákklát fyrir stöðugleika í okri?
mbl.is Kaupmenn ekki að maka krókinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

tekur enginn eftir því að hlutfallslega hækkar matvar mest þrátt fyrir að vaskurinn var lækaður um árið.

Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2010 kl. 16:45

2 identicon

Álagningin er elveg eins og skattaskrallið.... gengur bara í aðra áttina!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 17:17

3 identicon

Ekki gleyma hver stjórnar megninu af matvörumarkaðinum... Arion glæpahyskið. Og álagningin í þessum bransa er ekki af verri endanum, eða rétt í kringum 500% á týpískum neysluvörum (það þykir mjög há álagning í nágrannalöndum þegar álagning á matvælum fer upp í ca. 65%).

Treystið því þegar ég segi að þetta er ekki lygin ein.

Baldur (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 17:44

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Baldur, ég spyr nú bara: Hvar hefur þú séð svona álagningu? Að vara sem keypt er inn á 100 kall sé seld út á 600 er auðvitað algjörlega út í hött að sé veruleikinn í verslun. Ég ætla nú ekki að gerast talsmaður verslunar í landinu en að fleygja svona bulli fram er ekki til að styrkja málstað þeirra sem gagnrýna verslunarkeðjurnar.

Gísli Sigurðsson, 7.9.2010 kl. 18:25

5 identicon

Ágæti Gísli, það vill svo til að ég hef aðgang, í gegnum verslun í Reykjavík, að nokkrum innfluttum vörutegundum sem seldar eru í verslunum hérlendis. 

Og hérna er reikningsdæmið, ég tek eina tegund til dæmis:

Vara A. Hana greiði ég kr. 950 fyrir, en endursöluverð hennar í búðinni er kr. 2.670, og ég er ekki að fá þessa vöru álagningar.

Ekki flókið að reikna þetta út, eða hvað?

Baldur (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 19:45

6 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ágæti Baldur, ég starfa í matvörugeiranum og svona tölur sé ég bara ekki þar sem ég starfa. Þú talaðir um 500% álagningu, en dæmið sem þú sýnir er ekki sönnun á þeirri álagningartölu. Mér sýnist fljótt á litið að þetta dæmi sýni ca 180% álagningu sem er nú déskoti vel í lagt reyndar. Þannig að séu þetta 500% sem þú ert að benda á þarftu að gera betur. 

Gísli Sigurðsson, 7.9.2010 kl. 20:19

7 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Vill bara benda á Byko t.d. Eitt mesta rán sem fram fer í verslun á íslandi (fyrir utan eldsneyti) Vill benda á að skrúfur í lausasölu og annað í þeim dúr er selt með 1000% - 5000% álagningu. Skrúfa sem keypt er frá Kína á 10 aura stk. er seld á 10 - 20 kr. og alveg upp í 60kr. Enda datt út úr einum starfsmanni að þetta væri einn mesti gróði sem hægt væri að ná. Sem sagt að opna pakkana og selja þær í lausu.

Davíð Þ. Löve, 7.9.2010 kl. 21:17

8 identicon

Ég sá óóóótalmörg dæmi um allar búðir og sérstaklega sjoppur og minni veitingastaði sem hækkuðu verð sín rétt fyrir lækkun virðisauka hérna um árið. þessi aumu 7% eða hvað það nú var.

Ég var að vinna hjá auglýsingafyrirtæki og ég var yfir skiltagerðadeildinni hjá fyrirtækinu. Við vorum á þönum allir saman ásamt auka fólki út um allan bæ við að breyta merkingum á matseðlum, skiltum ofl. skömmu áður en skatturinn lækkaði. Það voru mjög fáir af okkar lista af viðskiptavinum sem hækkuðu ekki verð skömmu fyrir lækkun. Þetta fyrirtæki sem ég var að vinna hjá var að mestu að vinna fyrir Vífilfell. Þ.e Vífilfell borgar svona breytingar fyrir sjoppurnar og veitingastaðina sem eru með kók á sínum matseðli. Vífilfell er enginn sökudólgur hér, einungis eigendur veitingastaðannna og þeir einyrkjar(oftast) sem reka sjoppurnar.

Kaupmenn maka krókinn, það hefur alltaf verið þannig og það mun alltaf vera þannig. Það er ykkar að finna sanngjarnan kaupmann. Það er reyndar einkar erfitt á Íslandi þar sem fáum er treystandi, því miður.

Ketill (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 21:48

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þið sjáið hvað margar verslanir hafa farið á hausinn eftir haustið 2008 það eru alveg ótrúlega fáar þegar miðað er við annan rekstur í landinu!

Sigurður Haraldsson, 7.9.2010 kl. 23:11

10 identicon

@Gísli, þú gleymir að reikna með í dæminu frá mér að ég er svo sannarlega ekki að fá þessa vöru án álagningar, þannig að álagningin á henni er mun meiri en 180%, sem er jú samt eins og þú tekur eftir, déskoti vel á lagt.

Ég hef séð innkaupaverð á afurð eins og Pringles dós (lítil dós) og það var einhversstaðar á milli 50 og 60 kr. Ég kaupi reyndar ekki þessa vöru, en ef ég man rétt hef ég séð hana til sölu fyrir allt frá 300 - tæpar 500 kr. í búð (hæsta verðið gæti hafa verið á bensínstöð eða í klukkubúð), en enga að síður, asskoti vel smurt á þetta.

En það skal svo sem engan furða að álagningin á þessu drasli sé há því eitthvað hlýtur það að kosta að halda uppi öllum þessum matvöruverslunum.

Eitt enn, Gísli ef þú starfar í matvörugeiranum og ert viðriðin búðarrekstur þar sem þessar álagningatölur þekkjast ekki, endilegu segðu mér þá í hvaða búð það er, ég mun svo sannarlega mæta þangað og versla.

Baldur (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband