Þarf ekki mikið til!

Svona drasl á götum og þjóðvegum er jafnhættulegt og ísing. Ég fullyrði að hvergi í Evrópu sé leyfilegt annað eins svínarí og gerist hér á landi. Vörubílar og önnur farartæki með fullhlaðna palla og vagna í eftirdragi fá óáreittir að aka um vegi og götur þessa lands og dreifa sandi og möl aftur af sér eins og ekkert sé sjálfsagðara. Hvað oft hefur maður ekki lent í "sandstormi" fyrir aftan svona tæki? Og yfirbreiðslubúnaður er jafnvel til staðar, ónotaður! Meira að segja í Hvalfjarðargöngum lenti ég í slíku. Trúði ekki mínum eigin augum þegar ég horfði upp á svona vörubíl af stærstu gerð nánast blinda okkur sem á eftir komum í sandbyl þarna niðri. Engin yfirbreyðsla á pallinum og strókurinn stóð yfir okkur. Og svo klóra menn sér í hausnum eins og fífl þegar bílar fljúga allt í einu út í vegg eins og um ísingu væri að ræða! Fljúgandi hálka vegna sandburðar!! Talaði við bæði við lögreglu og skrifstofu Spalar en þau bentu bara á hvort annað. Þeir leyfa semsagt sandflutninga í gegnum göngin á opnum pöllum!! Það er hrein og klár manndrápstilraun!! Hvað margir hafa ekki lent fyrir aftan þessi tæki við malarnámurnar í mynni Þrengslana? Hafiði tekið eftir malarslóðinni frá afleggjaranum þar? Þar eru vélhjólamenn í beinni lífshættu! Skora hér með á bílstjóra sem lenda í því að bílar renni svona til að kanna strax veginn eða götuna. Þið finnið um leið hvort sandur eða möl liggur á malbikinu eða olíumölini. Síðan að kæra allt sem hreyfist! Það verður að vekja menn upp af þessu manndráps kæruleysi!
mbl.is Ók á fóðurkorn og missti stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband