Er verðtryggingin heilög kýr?

Hvernig stendur á því að ekki heyrist múkk í stjórnvöldum um verðtrygginguna sem alla er að drepa nema fjármálastofnanir? Hvenær varð það að lögum að eignarréttar ákvæðið gilti eingöngu fjármagnseigendum í hag? Hvenær varð það að lögum að eignarréttar ákvæðið gildi ekki þegar kemur að eignum almennings? Verðgildi eigna hrynur á meðan fjármagnseigendur velta sér uppúr ofsagróða vegna verðtryggingar! Hvað er ríkisstjórn "fólksins" að gera í þessum málum? EKKERT! Að þetta fólk skuli dirfast að svíkja þá sem komu þeim til valda er nagli í líkkistu vinstri stjórna framtíðarinnar! Ykkur verður Aldrei treyst aftur! Þið hafið drullað niður í hálsmálið á okkur sem færðu ykkur lyklana að stjórn landsins með bullandi eftirgjöf þeirra efnamestu til handa og fjármálafyrirtækja sem níðast á þjóðinni! Þið eruð kjarklausir aumingjar upp til hópa! Þið þorið ekki að taka af skarið í einu né neinu vegna valdaræningjanna sem þið virðist óttast eihverja hluta vegna! Þið hafið sýnt það og sannað að 4-flokka klíkan er einn og sami grauturinn. Þið hafið komið því til leiðar að ég t.d. mun ALDREI aftur færa ykkur mitt atkvæði! Ég mun frekar grafa upp IDI AMIN heitinn og kjósa hann en þennan ömurlega 4-flokk.
mbl.is „Misskildasta ríkisstjórn sögunnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Já, verðtryggingin er heilög kýr á meðan Jóhanna Sig og Steingrímur eru í ríkisstjórn. En þegar þau eru í stjórnarandstöðu er verðtryggingin eitthvað það versta sem troðið er upp á almenning. Og svona í leiðinni, það er allt í lagi að hafa verðtrygginguna ef launin eru líka verðtryggð. Öll gjaldahlið heimilisreksturs er verð- og gengistryggð en tekjuhliðin ekki. Besta kjarabótin og réttlætisgerðin núna er að verðtryggja launin. Þetta veit verkalýðsforystuhyskið en hirðir ekki um af því að verkalýðsforystan er versti óvinur verkalýðsins eins og margsinnis hefur sýnt sig í gegnum tíðina.

corvus corax, 19.1.2012 kl. 16:16

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hjartanlega samála ykkur báðum.

Sigurður Haraldsson, 19.1.2012 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband