Hvílík sóun!

Já, hvílík sóun á atkvæði mínu! Nú engist ég orðið sundur og saman vegna þess asnaskapar, að henda atkvæði mínu í kjaftinn á sundurleitu og ósamstíga fólki. Ég horfi upp á fólk, sem gefur sig út fyrir að vera talsmenn almennings í landinu á þingi, haga sér eins og börn í skólastofu eftir að kennarinn skreppur frá. Það reyndist þessu fólki ofviða að taka við búinu, sem var náttúrulega í rúst eftir "bekkinn" á undan. Það hefur komið í ljós að draumórafólk og sveimhugar eiga alls ekki að troða sér í stjórnmálaflokka, eins og klárlega sést á VG. Það er verið að eiga við blákaldann raunveruleikann og það fólk á ekki möguleika á að höndla hann. Komin er upp sú staða að fólk sem horft hefur upp á þennan sirkus reitir orðið hár sitt af vonbrigðum og reiði! Hvað er til ráða? Jú, við verðum að skera upp herör gegn 4-flokknum og sniðganga hann með öllu í næstu kosningum. Það er vonlaust að ætla að veita þessu fólki ráðningu með kosningu einhvers af gömlu flokkunum! Þetta eru sömu eiginhagsmuna seggirnir. Það er bara um eitt að ræða! Fylkjum okkur um eitthvert af þeim framboðum sem ómenguð eru af þessu helmingaskipta kjaftæði! Rífum okkur upp úr þeirri forkastanlegu heimsku, að nýtt fólk geti ekki! Sýnist ykkur fólkið sem fyrir er, vera að störfum fyrir þjóðina, vinnuveitanda sinn? Það er á hreinu að næstu kosningar munu vera þær síðustu sem við höfum til að berjast gegn klíkunum og helmingaskipta fylkingunum sem ætla sér að viðhalda verðtrygginguni og einangruninni á kosnað okkar! Þeir sem vilja viðhalda þessum ósóma virðast slegnir einhverri blindu og þrjósku sem síðan bitnar á þeim sjálfum ásamt þjóðinni allri! Tækifærið er framundan, opnið augun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr, komin tími til að opna augun og gera eitthvað í málunum.  Er ekki borgarafundur í kvöld? Um að gera að mæta.  Tek þetta af blogginu hennar Jónu Kolbrúnar.  

Á morgun verður haldinn borgarafundur um verðtrygginguna í Háskólabíó klukkan 20.00.

Fyrsti hlekkurinn er á bloggið hennar Rakelar Sigurgeirsdóttur.

http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1218838/

Svo er áhugaverð færsla hérna um lánin okkar.

http://www.gagnauga.is/index.php?Fl=Frettir&ID=4760

Og svo þetta blogg hjá Daða Ingólfssyni.

http://www.dv.is/blogg/ding/2012/1/22/talid-upp-tiu/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband