Þessi sama hætta steðjar að öllum smáþjóðum heims. Þó varla sé hægt að líkja aðstæðum Letta saman við frjálsar ferðir fólks yfir landamæri þarf fólk að halda vöku sinni. Fámennar þjóðir sem hafa opnað allt upp á gátt hafa vaknað upp við þann vonda draum að hætta sé á að heimamenn lendi hreinlega í minnihluta. Þær aðstæður sköpuðust einmitt á eyríki einu, get ómögulega munað nafnið í augnablikinu. Íbúar voru allt í einu orðnir minnihlutahópur í eigin landi. Indverskir innflytjendur tóku öll völd í sínar hendur í lýðræðislegum kosningum við litla hrifningu heimamanna. Mér er sama hvað gömlu mussuhipparnir segja, alþjóðlegur suðupottur endar alltaf með vandræðum. Þegar heimamenn þurfa að réttlæta menningu sína og tungumál er voðinn vís.
Athugasemdir
Sama með Kosovo þar sem Albanskir múslimar flæddu inn í héraðið óhindrað í tíd Títós. Allt í einu eru þeir í meirihluta - og hvað skeði?
Þriðji hver íbúi í Malmö í Svíþjóð er múslimi í dag og þeir eru ekkert á förum!!! Og hvað svo?
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.