Varstu ekki á nagladekkjum?

Áróðurinn um að nota ekki nagladekk er lífshættulegur. Sjálfur ek ég um vegi Borgarfjarðar um hverja helgi. Var einu sinni á naglalausum dekkjum og reyni það ekki aftur. Bíllinn varð stjórnlaus á spegilsléttri ísingu. Hef ekki hlustað á manndrápsáróðurinn síðan um svifryk og aðra óáran. Bíllinn verður að sjálfsögðu stöðugri í fjórhjóladrifi en reynið að hemla á ísingu. Eigið ekki möguleika.
mbl.is Slapp ómeidd í hálkuóhappi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er framúrakstur ætíð varasamur, einkum í hálku.

Þórður Sigurjónsson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 11:12

2 identicon

Þessi áróður er vel skiljanlegur, hvað heldurðu að þessi nagladekkjanotkun kosti borgina árlega í viðgerðum á vegum borgarinnar..??. Ég get vel skilið þá sem eru að aka reglulega út á landsbyggðarvegina, en get ómögulega skilið þá sem eru eingöngu í borgarakstri og þá sem aka eingöngu í 101, að vera að nota nagladekk.

Ég hef ekki notað nagladekk í 15 ár, nota bara góð snjódekk, og ég hef aldrei lent í vandræðum vegna þess, þó svo að ég hafi þurft að aka út fyrir borgina.

Ég tel að borgin ætti að rukka þá sem vilja nota nagladekk, um aukagjald og einnig landsbyggðarfólk sem vill aka hér í borgini og vill haga sér eins og það sé úti á túni heima hjá sér.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 11:38

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Helgi. Eigum við landsbyggðarfólk að skipta um dekk við littlu kaffistofuna þegar við þurfum í bæinn, og ef þú hefur aldrei lent í neinu í 15 ár án nagla í hálku, þá keyrir þú nú ekki mikið, þvílíkt andskotans bull!

Eyjólfur G Svavarsson, 27.10.2010 kl. 14:50

4 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Helgi Rúnar, stígðu af reiðhjólinu og reyndu akstur á ósöltuðum ísilögðum vegum!!!! Mannslíf eru dýrmætari en svifryk.

Davíð Þ. Löve, 27.10.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband